Stigahæsta whippet ræktun á Íslandi 2018 2019 2020 2021 2022 2023


C.I.B. SCH ISJCh NORDICCH Pendahr Preston Top Whippet in Iceland 2018 &  Top Sighthound 2019 2022 2023

Fáir þú tækifæri til að hitta og kynnast þessari einstöku hundategund mun það seint renna þér úr minni því tegundin hefur lag á að vinna hug þinn og hjarta til frambúðar.

Velkomin á heimasíðuna okkar. Vonum að þú hafir gaman af því að skoða síðuna og kynnast hundunum okkar. Hundarnir eru okkur ákaflega dýrmætir. Við erum  með like síðu á Facebook   www.facebook.com/Eldthoku/ gaman væri að þú myndir skoða þá síðu líka og gefa okkur like í leiðinni. 

Ekki hika við að hafa samband ef þér liggur eitthvað á hjarta, við svörum öllum fyrirspurnum með ánægju.

selmaolsen@gmail.com

sími.00354-6123-586

Whippet tilheyrir flokki mjóhunda. Þetta eru hundar sem geta hlaupið mjög hratt stuttar vegalengdir.

Ekki eru allir sammála um uppruna whippetsins en almennt er sagt að tegundin sé bresk rúmlega 100 ára gömul, blanda af grayhound / manchester terrier og blendington terrier

Hvað sem uppruna whippetsins líður þá er víst að þetta eru einstaklega ljúfir og hljóðlátir heimilishundar.

Whippeter eyða mestum tíma dagsins sofandi á sófanum. Þeir eru vingjarnlegir við gesti og gangandi og oftast eru þeir í góðu jafnvægi og láta ekki auðveldlega trufla sig. Þeir eru því góðir með börnum.

Hægt er að lesa meira um tegundina hér:

Lesa meira um tegundina: https://www.mjohundar.is/um-tegundina2.html