19.12.2024

Við erum þakklát og stolt að CH Eldþoku Gambur (Stígur ) er  stigahæsti mjóhundurinn í deildinni en Ch Southpoint Oscar (Jörundur) er næstur honum  í stigum og munar ekki miklu á milli þeirra, ISJCh Eldþoku Hrymur nældi sér í fimmta sætið ekki tveggja ára ennþá. Tíkunum gekk líka mjög vel og ná allar þessar tíkur inná lista yfir stigahæstu hunda:
CH Eldþoku Glæta, Ch Eldþoku Sýróp, ISJCh Eldþoku Bugða og Eldþoku Sonja.

13.12.2024
Top whippet ræktendur á Íslandi 2024

Það er sannkallaður heiður fyrir okkar Eldþoku ræktun að komast 7.árið í röð á lista Hundaræktarfélags Íslands yfir stigahæstu ræktendur á Íslandi. Þetta hefði ekki verið hægt án stuðnings og samvinnu fjölmargra s.s. fólksins sem á  hunda frá okkur fólksins sem hefur hjálpað okkur að sýna hundana og án erlendra og íslenskra ræktanda  sem hafa selt okkur hunda hefði þetta verið útilokað. Kærar þakkir til ykkar allra. Myndin er af okkar allra bestu Álfadísar Drauma Dagbjörtu (Þoka) & Mossbawnhill Glory Bound (Eldar)


23.8.2024
Við  vonumst eftir hvolpum frá þessum seint í desember  2024

17.júlí 2024
Við höfum ákveðið að para Eldþoku Sýróp á næsta lóðaríi sem er í haust við verðum því vonandi með got í haust/vetur. Eldþoku Sýróp er íslenskur meistari og norðurlandameistari og stigahæsta tík á Íslandi. Rakki  verður tilkynntur síðar

9.12.2023

C.I.B., ISJCh, IS CH, NORD CH, NLM
Pendahr Preston er  3.  stigahæsti hundur ársins 2023 af öllum tegundum hjá Hundaræktarfélagi Íslands

30.11.2023

Við erum með spennandi plön fyrir næsta ár.

26.11.2023
Fjórði besti hundur sýningar 
Winter Wonderland & Ísland Winnerr 
Breed judge: Arne Foss (Norway), BIS judge: Birgitta Svarstad(Sverge) 

C.I.B., ISJCh, ISCH NORDICCH Pendhar Preston varð 4 besti hundur sýningar í dag  , seinasta sýning ársins og seinasta sýning sem Preston tekur þátt í (kannski aftur sem öldungur hver veit) Það var vel við hæfi að sýna Preston undir norska dómaranum Arne Foss en Preston kom frá Noregi og var ræktaður af Ingunn Ohrem & Hanne Thorkildsen.Preston er ekki bara yndislegt gæludýr hann líka frábær fulltrúi tegundar. Svona hund eignast maður einu sinni á ævinni. Það var ekki bara Preston sem gerði það gott á sýningunni, dóttir hans ISCH NORDICCH Eldþoku Glæta varð best af gagnstæðu kynni, afadóttir hans ISCH NORDICCH Eldþoku Sýróp varð þriðja best tík ,Eldþoku Coco og Eldþoku Hlýja fengur báðar excellent.Soutpoint Oscar var besti ungliði tegundar og varð ísl ungliðameistari.
Brynja Kristín kemur alltaf og reddar þessu öllu, Axel Högnason og Kristín Guðbjörg Sigurðardóttir komu og tóku myndir, Metta kom að bera töskuna, Kristín Kristvins sýndi Hlýju, takk allir.
 

31.10.203

Þessir yndislega fallegu hvolpar fæddust hjá okkur 19. júlí s.l. við eigum hugsanlega eina tík á lausu

https://whippet.breedarchive.com/animal/testmating?dam_uuid=6e14e782-ebe5-442b-ae5b-7e2527339b7c&sire_uuid=a9f9fe65-4d87-4568-99d4-6636bacd8ae5

28.6.2023

Ef allt fer að óskum eigum við von á hvolpum seinnipartinn í júlí

12.6.2023
Loksins er ég búin að setja inn upplýsingar eftir seinustu hundasýningar en þær hafa gengið svo vel hjá hundunum okkar að við  erum bara orðlaus, þið getið skoðað nánar undir sýningaárangur .

1.12.2022.
Stigahæstu whippetar yfir allar hundategundir hjá Hundaræktarfélagi Íslands 2022 eru hundarnir okkar: C.I.B., ISJCh, IS CH, NORD CH, NLM Pendahr Preston 5-6  IS CH, NORD CH Eldþoku Glæta 11-12 og NLM Eldþoku Rigning 35-49 . Eldþoku ræktunin er stigahæsta whippet ræktunin á Íslandi 5 árið í röð.
Við erum þakklát ykkur öllum sem hafa hjálpað til við þetta, fólkinu okkar sem mætir með hundana sína á sýningar og þeim sem hafa hjálpað okkur að sýna hundana. Hér fer neðan eru myndir af þessum 3 stigahæstu hundum. Myndir: Anna Szabó


 

26.11.2022

Winter Wonderland sýningin var í dag og við erum himinlifandi með árangurinn sjá undir sýningaárangur :) Brynja Kristín er hér að sýna Ch Eldþoku Glætu, Brynja Kristín heldur þessu gangandi og kunnum við henni miklar þakkir fyrir.

BOB og BIG 1

8.10.2022
Alþjóðleg hundasýning í dag, ölum okkar hundum gekk vel í dag, sjá undir sýningarárangur

6.10.2022

Við fáum reglulega fyrirspurnir um væntanleg got, við erum með nokkur plön hvað það varðar, það ætti því ekki að vera mjög langt í að við getum tilkynnt meira.

12.júní 2022

Frábær sýningahelgi að baki, BIS 1 ungliði var hún Eldþoku ISJCh Sýróp Soja, Besti hundur tegundar og grúbbu var hún Eldþoku ISCH Glæta og endaði hún sem 1 af tíu bestu hundum sýningar, sjá nánar undir úrslit

2.5.2022

Við fórum á deildarsýningu Mjóhundadeildar um helgina og okkur gekk alveg ótrúlega vel.
C.I.B. ISCH NLM NORDCH Pendahr Preston  varð besti hundur tegundar og og annar besti hundur sýningar
litla undrið hér hún Eldþoku Sýróp bara 12 mánaða gerði sér lítið fyrir og varð besti ungliðinn og endaði sem besta tík tegundar, bróðir hennar Eldþoku Latte (vindur) varð besti ungliðinn að gagnstæðu kyni. ISCH Eldþoku Gambur (Stígur) hann varð annar besti rakkinn og öldungurinn okkar hann C.I.B.ISCH Courborne Rajesh (Darri) varð þriðji besti rakkinn í tegund. Mikið fleira að sjá um úrslit undir sýningarúrslit.

5.mars 2022

Það var hundasýning um helgina og hundunum gekk mjög vel, við eignuðumst 2 nýja meistara Eldþoku Rigningu og Eldþoku Gamb, ungliðinn okkar hún Sýróp varð besti ungliðinn, við áttum  sem sagt 3 bestu tíkur og 2 bestu rakkanna  og erum alveg ótrúlega ánægð , en við erum ekki ein að gera þetta það er hópur af fóki sem kemur með hundana sína á sýningar og aðrir sem koma og hjálpa. Læt fylgja með mynd frá honum Ágústi ljósmyndara HRFI sem hann tók af Eldþoku Sýróp Soja

 

27.12.2021

Stigahæsta whippet ræktun HRFI á Íslandi er Eldþoku ræktun ,fjórða árið í röð, stigahæsti whippet HRFI er Eldþoku Glæta og pabbi hennar Pendahr Preston er annar stigahæsti whippet á Íslandi. Takk allir sem eiga hunda frá okkur og takk allir sem hafa hjálpað okkur í gegnum árin með hundana.

 

 

29.nóvember 2021

Það var hundasýning um helgina, 1000 hundar voru skráðir sem er  met fjöldi. Við áttum besta hund tegundar sem var hún Eldþoku Glæta, hún vann svo mjóhundagrúbbuna, önnur úrslit má sjá undir sýningaárangur.

21.ágúst 2021

Okkur gekk mjög vel á sýningu dagsins, allar niðurstöður má sjá undir sýningaárangur

7. apríl 2021
Þann 3. apríl s.l. fæddust hvolpar hjá okkur, foreldrarnir eru Eldþoku Klaki og Eldþoku Glæta, allir hvolparnir eru fráteknir. Ættartafla:
https://whippet.breedarchive.com/animal/testmating?dam_uuid=82e0f11f-bada-476f-abb3-e29cdfecc066&sire_uuid=e0dcc1d6-f325-439c-8fa7-55904794e155

 

20.9.2020

Hún Eldoku Lóa okkar eignaðist hvolpa í nótt, stoltur faðir er innflutti rakkinn okkar hann Pendahr Preston. Hvolpanir eru allir lofaðir.

 

1.ágúst 2020

Frábærar fréttir frá Danmörku Cino okkar fór á sína fyrstu sýningu og var valinn besti hvolpur tegundar, það var ekkert Best in show vegna Covid.
Sobresalto O Sarracino BOB puppy 6-9 months Judge:Vibeke Ellesøe. Ásta María sem hugsar um Cino fyrir okkur í Svíþjóð var svo góð að fara með hann á sýningu fyrir okkur.

 

Match Show /Útsláttarkeppni 20.júní 2020
Judges: Herdís Hallmarsdóttir, Lilja Dóra Halldórsdóttir, Sóley Halla Möller,Þorsteinn Thorsteinson

Puppies 4-9 months
Best puppy 1
Eldþoku Gambur (Stígur) 

 

1.mars 2020

Okkur gekk ljómandi vel á sýningu helgarinnar, besti hundur tegundar var hún Eldþoku Rigning okkar og Besti hvolpur sýningar í flokki 6-9 mánaða var hún Eldþoku Héla okkar, nánari úrslit má sjá undir úrslit hér á síðunni.

12.12.2019
Það styttist heldur betur í þetta hjá okkur :)

VIð erum mjög spennt fyrir væntanlegu goti í janúar, innflutta tíkin okkar hún Absoliuti Idle Ivanka á von á sér og það er hann Darri okkar eða Courtborne Rahesh sem er pabbinn. sjá nánar ættir: https://whippet.breedarchive.com/animal/pedigree_analysis?sire_uuid=622fd119-64f2-4c04-9538-57be3cd3a24c&dam_uuid=eea1e286-76f8-4b08-8028-f9603ac9db30

24.11.2019
BIS 1 Junior Eldþoku Súld, sjá nánar um úrslit undir sýningaárangur

23.11.2019
Við vorum auðvitað á Winter Wonderland sýningunni í dag og gekk stórkostlega vel, sjá nánar undir úrslit:
C.I.B. ISCH Eldþok Svala stigahæsta tíkin annað árið í röð

 

8.október 2019
Frostpinnarnir 9 vikna hér :)

 

 

24.ágúst 2019

Preston 3ji Besti hundur sýningar, Eldþoku Svala Besta tík tegundar, Eldþoku Væta önnur Besta tík tegundar,bestu ungliðarnir voru Eldþoku Væta og Eldþoku Ylur besti ungliða rakkinn. Allir hundarnir frá okkur fengu fyrstu einkunn undir Arne Foss (Noregur) sem er einn besti mjóhundasérfræðingurinn

5.ágúst 2019
Við eignuðumst 3 hvolpa í gær 2 rakka og 1 tík, við erum himinlifndi að þetta hafi tekist, en við fluttum inn frosið sæði. Faðir hvolpana er SE UCH DK UCH HU CH EE CH C. I. B SE JW TALLIN WINNER SE VCH ADAGIO OLIVE DRAB  og móðirinn er hún elsku Eldþoku Mjallhvít okkar (Brák)  2 CC 2 res Cacib. Hér fyrir neðan má sjá myndir af foreldrum og hvolpum.


 


9.júní 2019
Okkur gekk frábærlega vel um helgina á sýningum HRFI sjá nánar undir sýningaárangur.
Pendahr Preston var annar besti hundur sýningar á laugardaginn og  í dag var litla stýrið dóttir hans 3. besti Junior sýningar :)

Bis 3 Junior Eldþoku Glæta og mamma hennar Eldþoku Svala (Tekla) var besti hundur tegundar og önnur best í mjohundagrúbbunni, í dag og  Preston okkar var besti rakkinn.


Preston BOB BIG 1 í dag

Alþjóðleg-Norðurljósasýning 23.-24. febrúar
Dómarar:Luis Pinto Teixeira:

Excellent CK 1.BHK CACIB BIR BIG 1 ISCH ISJCh NLW-18 Pendahr Preston
Excellent CK 3.BTK RW-17-18 ISCh NLW-18 Eldþoku Svala 
Excellent CK 4.BTK ISCh Eldþoku Mjallhvít

Puppies
SL Eldþoku Ylur
SL BIK Eldþoku Væta 
SL Eldþoku Súld
L Eldþoku Rigning

 

Stigahæsti Whippet ræktandinn á íslandi  2018 er Eldþoku Whippet
ISCh RW-17-18 NLW-18 Eldþoku Svala Stigahæsti Whippet 2018 á Íslandi
ISjCH NLW-18 NCA-18 ISCh Pendhar Preston Stigahæsti Whippet rakkinn á Íslandi 2018

23-25 nóvember 2018

 

Winter Wonderland sýning HRFÍ
Dómari
Kari Granaas Hansen (Noregi og  Leif Herman Wilberg (Noregi)
ISJCh NLW-18 BIS 1 & 3 Junior Pendahr Preston excellent CK 1.BHK CERT NCAC BIR BIG1 (verður ISCh)

 

Tíkur Unghundaflokkur
Eldþoku Mjallhvít excellent, CK 3.BTK CERT
Eldþoku Lísa í Undralandi excellent CK 4.BTK
Eldþoku Öskubuska excellent
Tíkur Opin flokkur
Eldþoku Pysja excellent ck
Absoliuti Idilé Ivanka excellent ck
Eldþoku Katla excellent
Tíkur Meistaraflokkur
Multi BOB Winner RW-17-18 ISCh NLW-18 Eldþoku Svala excellent ck


Hvolpaflokkur 3-6 mánaða
Eldþoku Væta Bedste baby & Eldþoku Dropi Bedste hanne at Reykjavík Nordic Show this evening in puppy class 3-6 months. Judge: Elina Haapaniemi, Finland
Hannes
2. Eldþoku Úði SL
3. Eldþoku Dumbungur SL
4. Eldþoku Blautur SL
Tæver
2. Eldþoku Súld SL
3. Eldþoku Rigning SL
4. Eldþoku Glæta SL

Eldþoku Hlýja L

 

 20.9.2018

Eldþoku Ylur með ættbók frá HRFI og heilsufarsskoðaður er til sölu á rétt heimili, Ylur er sjö vikna hann er undan verðlaunaforeldrum og sjálfur er hann mjög lofandi. Ylur er ljúfur og rólegur hvolpur. Allar nánari upplýsingar eru hjá selmaolsen@gmail.com eða í síma 6123586.

Eldþoku Ylur með ættbók frá HRFI og heilsufarsskoðaður er til sölu á rétt heimili,
Ylur er sjö vikna hann er undan verðlaunaforeldrum og sjálfur er hann mjög lofandi. Ylur er ljúfur og rólegur hvolpur. Allar nánari upplýsingar eru hjá selmaolsen@gmail.com eða í síma 6123586.

Top whippet male in Iceland 2018 ISJCh NLW-18 BIS 1 & 3 Junior Pendahr Preston x Top Whippet in Iceland 2018 Multi BOB Winner RW-17-18 ISCh NLW-18 Eldþoku Svala (Tekla)

Preston & Tekla eignuðust átta hvolpa þann 2. ágúst, öllum heilsast vel.
 

 

25. ágúst 2018
Preston okkar sem er pabbi hvolpana var besti hundur tegundar í dag og annar besti í mjóhundagrúpunni :)

25. ágúst 2018
NKU Norðurlandasýning HRFI
Judge: Laurent Pichard
ISJCH NLW-18 Pendahr Preston  BOB BIG 2 
Eldþoku Mjallhvít (Brák)) Excellent w/CK
Eldþoku Öskubuska (Iris)  Excellent w/CK
Eldþoku Katla (Malla) Excellent

 

11.júlí 2018

Hvolparnir eru hér 11 kraftmiklir, jafnstórir, 6 rakkar og 5 tíkur. Lóa er yfir sig hrifin af afkvæmunum

Pedigree: https://whippet.breedarchive.com/animal/testmating…

30.6.3028

Við fáum vonandi hvolpa um 10. júlí n.k. :) nánaði uppl. selmaolsen@gmail.com eða í síma 6123586

10.júní Alþjóðleg sýning HRFI
Dómari: Christian Jouanchicot (FRA)
BOB ISCH NLW-18 RW-17-18 Eldþoku Svala (Excellent, CC, CACIB,NKU)
BOS ISJCH NLW-18 Pendahr Preston, CC, CACIB, NKU
Eldþoku Öskubuska Excellent m/CC varð ungliðameistari með vara NKU
Eldþoku Mjallhvít Excellent m/ck og vara CACIB
Absoliuti Idle Ivanka Excellent

9..júní 2018

Reykjavík Winner og NKU sýning HRFI  í Reykjavík 
Dómari:Jeff Horswell UK
ISCJH NLW-18 Pendahr Preston Excellent
Eldþoku Lukku Láki very good
ISCH RW-17-18 EldÞoku Svala BOB
2. besta tík og 2. besti hundur tegundar Eldþoku Öskubuska excellent m/ungliða meistarastig
Eldþoku Mjallhvít excellent
Absoliuti Idle Ivanka Excellent

12.maí 2018

Við reiknum með hvolpum 12.júlí n.k.Áhugasamir geta haft samband við selmaolsen@gmail.com. Báðir foreldarar hafa gert það gott á sýningum og eru með frábært geðslag

4.3. 2018
ISJCh NLW-18 Pendahr Preston BIS 2 junior. Judge: Rui Oliveira
3.3.2018
Við erum himinlifandi með parið okkar, af væntanlegum hvolpum en í dag tóku þau þátt í sýningu HRFI og varð Eldþoku Svala(Tekla) besta tíkin og besti hundur tegundar,hún varð síðar annar besti hundurinn í mjóhundagrúbbunni, Preston varð besti rakki tegundar og kemur hann til með að keppa á morgun um besta ungliða allra tegunda.

 

26.11.2017
Við erum himinlifandi með hundasýningu HRFI sem var að klárast rétt í þessu. öllum okkar hundum gekk mjög vel. Nánar undir sýningaúrslit.

Hér má sjá nýja rakkann okkar hann Preston vinna fyrsta sætið í Best in show sem ungliði

22.11.2017
Við höfum ákveðið hvað við ætlum að para næst og það má sjá upplýsingar um það undir  liðnum got, áhugasamir geta haft samband með því að senda póst á selmaolsen@gmail.com

6.7.2017

Til gamans þá eru hér nokkrir dómar á ræktunar- og afkvæmahópa frá okkur frá 3 seinustu sýningum:

"Very even in type, all have beautiful heads, dark eyes and are quite outstanding" (Philip John)
"All have excellent heads and 2 bitches are outstanding, quite pleasing" (Philip John)
"Excellent, very similar with excellent expression, very well balanced, they are all excellent dogs in excellent condiction"  (Fabrizo La Rocca)
"Nice croup with strong familiy look in breed type. Free movers, expressive faces, congratulations (Magnus Hagsted)

24.júní 2017
Það er yfirstandandi hundasýning þessa helgi og okkur hefur gengið mjög vel fram að þessu, sjá nánar undir sýningaúrslit.

 

8.juní 2017
Þá er Pendahr Preston nýji rakkinn okkar komin heim úr einangrun og við erum alveg himinlifandi með hundastrákinn okkar
 

30.4.2017

Við tókum þátt í deildarsýningu Mjóhundadeildar um helgina, það var Magnús Hagstedt (Svíþjóð) mjóhundasérfræðingur sem dæmdi. Okkur gekk mjög vel (sjá nánar undir sýningaúrslit) Við þökkum öllum sem hjálpuðu okkur að sýna og voru innan handar, við þökkum líka deildinni fyrir framlagið.

17.4.2017

Hérna eru myndir og videó af hvolpunum okkar sem eru alveg að verða átta vikna, þetta er allt tekið af Kristbjörgu Olsen listakonu.

https://photos.google.com/share/AF1QipPK_PHWnW85cclsXh6vG116zambFq5-Gn-tlKjQqhRQqyx8oD38pF55UsUVfvJjCg?key=TmlfLURFYm9aRFFiUGF6Q2JtMmlRRmtMdTZnMGt3

22.mars 2017

Hvolparnir eru 4ra vikna í dag og allt hefur gengið mjög vel með þá, við æfðum okkar aðeins í dag í uppstillingum, sumir voru tilbúinir að standa fyrir okkur en aðrir ekki, hvolparnir  fengu líka nöfn í dag, nöfnin eru úr þekktum ævintýrum,það eru nokkrar myndir af afrekstrinum á Facebook:https://www.facebook.com/selma.olsen.1/media_set?set=a.10211799217366697.1557355163&type=3&uploaded=12

4.mars 2017

Norðurljósasýning/ Northern Light Winner HRFI mars 2017 Dómari/Judge: Kitty Sjong Danmark
Hvolpar /Puppies 6-9 mánaða/months.
BB 1. Eldþoku Katla. Heiðursverðlaun (hp) BOB
BB 2. Eldþoku Hekla. Heiðursverðlaun (hp)
BB 3. Eldþoku Askja. Heiðursverðlaun (hp)
Opinn flokkur rakkar /Open Class males
BM 2.  Excellent Springeldens Dolce Ranocchio
BM 3.  Excellent Eldþoku Fálki
Opinn flokkur tíkur /Open Class Bitches
BB 2.  Excellent Eldþoku Ugla (Píla) Excellent með CK endaði 3 BT
BB 3.  Excellent Eldþoku Pysja (Saga) Excellent
BB 4.  Excellent Eldþoku Svala (Tekla) Excelle
Meistaraflokkur tíkur Champion Class Bitches
1. BT ISCh Eldþoku Luna (Sara) Excellent, CC-CK-CACIB-BOS

 

 

22.2.2017

Það ríkir mikil hamingju hér, fullkomnir 7 hvolpar fæddir 2 rakkar og 5 tíkur. Lóa stóð með eindæmum vel. Allir drifu þeir sig á barinn.Þvílík litapalletta

13.2.2017

Lóa okkar dafnar og stækkar með degi hverjum, ef allt fer eins og áætlað er koma hvolpar í næstu viku. Fyrirspurnir eru velkomnar. Læt fylgja með eina mynd af nýju hunda stelpunni okkar.

4.2.2017

Við tókum mynd af Lóu í dag sem er komin 6 vikur á leið, pabba hennar og amma vildu endlilega vera með á myndinni :) Það eru þau ISCh RW-13 Álfadísar Drauma Dagbjört og  CIB RW-14-15-16 ISCH Courtborne Rajesh. Lóa er hress og borðar mikið :)

 

 




 

23.1.2017

Top 4 Whippets in Iceland are these following ,according to the Icelandic Kennel Club.
Samkvæmt listum Hundaræktarfélags Íslands eru eftirfarandi whippetar þeir stigahæstu 2016. (Mjóhundadeildin telur ekki stigin eins og HRFI niðurstöður þaðan eru hins vegar ekki komnar)

BOB Winner Eldþoku Lóa
BOB Winner C.I.B. RW-14-15-16 ISCH Courtborne Rajesh
BOB Winner Eldoku Svala (Tekla)
BOB Winner Leifturs Sveimur


 

 

 

17.1.2017

 Fallega Absoliuti Idle Ivanka að hvíla sig í Litháen, við hlökkum mikið til að fá hana til landsins í sumar. Við reiknum með að fá hvolpa seinnipartinn í febrúar ef allt gengur að óskum.


Photo: Ramune Balciuniene. Kennel Asboliuti Idle

2.1.2017

Það er okkur mikil ánægja að kynna "Absoliuti Idle Ivanka" og við erum afar þakklát Ramune Balciuniene hjá Absoliuti Idle Kennel fyrir að gefa  þetta tækifæri að fá þessa fallegu tík til Íslands.

27.12.2016
Ef allt fer eins og að er stefnt þá eigum við von á hvolpum um 20. febrúar 2017. Sjá nánar undir got:

3.12.2016

Samkvæmt lista Hundaræktarfélags Íslands að þá getum við sagt með stolti að við eigum 3 stigahæstu whippetana á Íslandi og þau eru:
1. C.I.B.(óstaðfest) RW-14-15-16-ISCh Courtborne Rajesh (Darri)
2.Eldþoku Lóa  19 mánaða
3. Eldþoku Svala (Tekla) 19 mánaða. Meðeigandi er Berglind Zoega


Lóa og Darri 2016


 

12.11.2016
Mynd: Lovísa Helenudóttir og Eldþoku Lóa (21 mánaða) Valin besti hundur tegundar

 

Það var Alþjóððleg hundasýning í Víðidalnum í dag. Dómari: Svend Lövenkær.

Hún Lóa okkar (Eldþoku Lóa) var valinn besti whippetinn hún fékk bæði alþjóðlegt stig og ísl. meistarastig. Hún endaði svo önnur í grúbbunni.
RW-14-15-16 ISCh Courtborne Rajesh(Darri )var valinn besti karlhundurinn, Darri verður  alþjóðlegur meistari  eftir þessa sýningu. Hann er einnig stigahæsti whippetinn 2016 á Íslandi. Sjá nánar um úrslit undir sýningaúrslit

 

31.10.2016

Núna hafa stelpurnar allar flutt á nýju heimilin sín, við erum þakklát fyrir að finna aftur frábæra eigendur fyrir hundana okkar.  Hér má sjá Eldþoku Kötlu(Möllu)  með nýju fallegu systur sinni 

4.október 2016

Stelpugotið okkar er orðið 5 vikna,  þær eru allar yndislegar og dafna vel.

3.sept.2016

Við vorum á hundasýningu í dag og allir okkar hundar stóðu sig vel og fengu 1. einkunn sjá nánar undir sýningaárangur hér á síðunni.

3.9.2016

Helstu fréttir héðan eru þær að við fengum hvolpa 30.ágúst s.l. þegar Eldþoku Spilda og Courtborne Rajesh eignuðust hvolpa. Við fengum 4 fallegar tíkur sem allar braggast vel.

25.7.2016
Sjá fréttir af væntanlegu goti undir Got hér á síðunni
 

20.6.2016

Það eru nokkrir sem bíða eftir fréttum af Vöndu, hún er byrjuð að lóða og verður því pöruð fljótlega :) við erum að velja rakka, það er ekki alveg ákveðið ennþá

15.3.2016

Það var skemmtilegt um helgina að vera viðstödd á Crufts þegar Courtborne Sheldon var valin besti whippet rakkinn úr hópi tæplega 200 hunda!!  Sheldon er gotbróðir Courtborne Rajesh (Darra) sem við eigum.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Kristínu Hoff ræktanda með Sheldon :)

29. febrúar 2016

Síðustu helgi á Alþjóðlegri sýningu HRFI varð Eldþoku Svala valin besti whippetinn (excellent með CK) hún var síðan valin besti mjóhundurinn, systir hennar Lóa varð í öðru sæti )Excellent með CK) , pabbi þeirra RW-14-15 Courtborne Rajesh ( Excellent með CK og vara Cacib) varð annar besti karlhundurinn. Eldþoku Luna fékk excellent. Dómari var Jean-Jacques Dupas frá Frakklandi.

Mjóhundadeildin hefur lokið við að telja stigin á bak við þá hunda sem hafa mætt á sýningar. Hann Darri (Courtborne Rajesh) okkar er  stigahæsti whippetrakkinn 2015 hjá deildinni eins og hjá HRFI. Það gleður okkur ekki minna að hún Elldþoku Luna (Sara) nær að vera fjórða besta tíkin 2015 ekki orðin tveggja ára og hún mætti ekki á 3 sýningar :) Við óskum Söru og Kareni innilega til hamingju með þetta :)

4.12.2015
HRFI hefur birt listann sinn yfir stigahæstu hundana og það er gaman að segja frá því að hann Darri okkar, RW-14-15 Courtborne Rajesh er stigahæsti karlhundurinn (whippet) annað árið í röð.

16.11.2015

Í Fréttablaðinu um helgina mátti sjá auglýsingu frá HRFI með mynd af foreldrum Stóra-gotsins okkar :) Þeim Tímoni og Þoku
https://vefblod.visir.is/index.php?s=9570&p=203397

25.10.2015

Það var opin sýning í gær hjá Mjóhundadeild, tegundirnar sem tóku þátt voru mjóhundar, Pug og Pinscher.

Eldþoku Svala (Tekla) varð besti hvolpur tegundar og síðan besti hvolpur sýningar í sínum aldursflokki.
Eldþoku Rita (Katla) Ekdþoku Fálki (Simbi) Eldþoku Pysja (Saga) Eldþoku Lóa  fengu öll frábæra dóma. Pappbi þeirra RW-14-15 Courtborne Rajesh varð annar besti rakki tegundar. með ck
Dómari var S'oley Halla Möller.


19.ágúst 2015
Lóa og systkini eru orðin sex mánaða í dag, tíminn flýgur, við erum svakalega ánægð með Lóu og öll hennar syskini. Látum hérna nýjar myndir af Lóu.

28.júní 2015

Hérna eru myndir af Eldþoku Lóu við héldum þessari tík eftir úr síðasta goti. Lóa er 19 vikna á myndunum hérna fyrir neðan, við erum svo ánægð með þessa tík,  okkur finnst hún ekki bara mjög vel  byggð, hún er yndisleg og meðfærilegt dýr í alla staði, opin og skemmtileg.

24.5.2015

Þessar skemmtu sér konuglega í sandfjörunni hjá Stokkseyri í dag

 

 

10.5.2014

Ennþá hefur ekki réttur eigandi komið fyrir Pysju okkar hún er því ennþá til sölu. Sjá nýjar myndir af henni undir got

17.4.2015

Við eigum eina tík til sölu. Þetta er hún Eldþoku Pysja, ljós að lit lítil og fínleg. Hún er tilbúin til að fara að heiman, búin að fá bólusetningu, læknisskoðun og örmerki. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst  á selmaolsen@gmail.com eða í síma 617-6993. Hér fyrir neðan má sjá myndir af Pysju.

6.4.2015

Þá hafa hvolparnir fengið nöfn og þökkum við Mörtu Rut Traustadóttir fyrir hjálpina þar. Nöfnin  má sjá undir got

14.3.2015

Það gengur vel með hvolpana okkar og við erum mjög ánægð með þá, mamman stendur sig eins og hetja að hugsa um öll 9 hundabörnin sín Penny er svo blíð og góð. Hvolparnir eru núna 3ja vikna og eru þeir byrjaðir að fara á blöð til að gera stykkin sín. Hér fyrir neðan má sjá mynd frá slíkri athöfn :)

2.3.2015

Við erum búin að setja vefmyndavélina í gang þar er hægt að fylgjast með hvolpunum okkar. Sjá nánar undir vefmyndavél

1.3.2015

Courtborne Rajesh (Darri) gerði það gott á sýningu HRFI í dag. Hann var valinn besti whippetinn og síðan besti mjóhundurinn. CAC-CACIB-BOB-BIG1

24.2.2015

Hvolpunum líður öllum ljómandi vel þeir stækka og dafna og eru allir mjög duglegir á mjólkurbarnum sem er alltaf tilbúin að taka á móti þeim. Penny Lane var hálf slöpp fyrstu 2 sólarhringana en það kom þó ekki í veg fyrir að mjólkurbarinn hennar væri og opinn og að hvolparnir fengju þvottinn sinn.Penny er orðin eins og hún á af sér að vera, glöð með dillandi skott og hún er yfir sig hrifin af krílunum sínum. 

19.2.2015
Hér ríkir mikil hamingja, Courtborne Rajesh (Darri) og Eldthoku Strond ( Penny Lane) eignuðust 9 heilbrigða hvolpa í morgun. 2 rakka og 7 tíkur.

 thewhippetarchives.net/testmating.php?dam=168596&sire=198003

13.2.2015

Penny okkar er orðin svolítið mikil um sig  en hún er hress og við góða heilsu. Allt bendir til þess að Penny ætli að taka móðir sína til fyrirmyndar og eignast marga hvolpa. Hér í Seljahverfinu  ríkir því mikil tilhlökkun :) reynum að taka mynd á morgun

7.2.2015

Penny Lane heldur áfram að stækka hér er mynd sem var tekin í dag og hún komin 7 vikur á leið.

25.1.2015

Þessi mynd var tekin af Penny Lane í gær þá var hún komin fimm vikur á leið.
https://thewhippetarchives.net/testmating.php?dam=168596&sire=198003

 

21.12.2014

Við vonumst eftir að fá hvolpa í kringum 20. febrúar n.k. 
Hamingjusama parið eru: Eldthoku Strond (Penny Lane) og  Courtborne Rajesh (No Se Dk Nord Uch Skyborne Crossing The Atlantic x BIS No Se Dk Nord Uch Courtborne Rock-A-Hula Baby). sjá nánar undir got.

 

25.11.2014

Courtborne Rajesh (Darri) fór á sína fyrstu sýningu í júní s.l. Honum hefur vegnað vel og náði Darri að verða stigahæsti whippet Mjóhundadeildar 2014. Tveir hundar deila fyrsta sætinu þar sem þeir voru jafnir að stigum.

10.11.2014

Alþjóðleg hundasýning 9. nóvember 2014 Dómari:Gunther Ehrenreich. 
Það mættu 4 hundar frá okkur og öllum gekk mjög vel.
Courtborne Rajesh BOB-BIG-2 (Dómari í grúbbu úrslitum var: Charlotte Hoier)
Eldthoku Luna (Sara) Excellent -CC (isl. meistarastig)
Eldthoku Strond (Penny Lane) Excellent -Ck
Eldthoku Spilda (Vanda) Excellent -Ck
 

Við þökkum öllum sem hjálpuðu  okkur að sýna hundana fyrir. Krístínu, Jörgen, Lindu, Karen og Hrafnhildi.

Við fengum Guðrúnu Hafberg hundaþjálfara til að halda leikjanámskeið, námskeiðið byrjaði í gærkvöldi og  það var svakalega skemmtilegt, bæði hundar og menn skemmtu sér vel. Á myndinni fyrir neðan er Darri (Courtborne Rajesh)

 

Stóra gotið varð 2ja ára laugardaginn 1. oktobóer  og Þoka  verður sjö ára þriðjudaginn 14. október

Alþjóðleg hundasýning HRFI var haldin 6-7 september 2014

Dómari: Laurent Heinesche

Courtborne  Rajesh (Darri) varð annar besti rakki með, Excellent CK-CAC-of ungur fyrir res.CACIB

Eldþoku Strönd (Penny Lane)  Excellent, CK

Eldþoku Kira Excellent

Eldþoku Luna (Sara) Excellent, CK

(júlí 2014)

Mjóhundardeildin hefur haldið nokkur beituhlaup upp á síðkastið, hundar frá okkur hafa verið að mæta og við getum sko verið stolt af þeim öllum, þeir hafa allir sýnt frábæra takta á hlaupabrautinni og nokkrir ungir hundar hafa lokið öllum sínum leyfishlaupum.

Hvolparnir úr nýjasta gotinu hafa fengið að prófa og allir hafa sýnt beitunni mikinn áhuga.

Eldþoku Strönd (Penny Lane) 3x license
Eldþoku Spilda (Vanda) 3x license
Eldþoku Klettur 3x license
Eldþoku Sandur 2 x license
Eldþoku Eyja (Aría) 3 x license
Eldþoku Stuðull (Reykur) 3 x license
Eldþoku Orka (Lola) 1x license
Courtborne Rajesh 2x license

Springeldens Dolce Ranocchio (Dunder) 3x license
Alfadisar Drauma Dagbjort (Þoka) 3x license
Magni (Tímon) 3x license
Alfadisar Drauma Ljosbrá (3x license)

 

Nokkrir hvolpar úr Rauða-Celestial gotinu okkar komu á beituhlaup  og fengu að hlaupa nokkra metra, þeir vissu nákvæmlega hvað var í gangi og ruku í beituna eftir hlaupið.
 
Við áttum frábæra stund með Rauða-Celestial gotinu okkar í gær. Hvolparnir mættu allir og hittu mömmu sína, þeir hafa nú allir farið í hvolpaskóla og lært nauðsynlegustu venjur. Þeir eru hvor öðrum yndislegri og mamma þeirra fagnaði þeim öllum. f.v.Högni,Kira, Bjartur, Izar, Sara, mamma Þoka og Strengur.

 

Við erum með áætlanir um got núna á næstunni, það ætti að skýrast fljótlega. Áhugasamir geta haft samband. selmaolsen@gmail.com
Gaman að segja frá því að pabbi hans Darra okkar (Courtborne Rajesh) og hálfsystir voru  á sýningu um helgina og gekk alveg súper vel.
No Se Dk Nord Ch Skyborne Crossing The Atlantic Bir og Courtborne Sagittarius bt. cert og Bim (Mynd: Kristin Hoff)
 
 
 
 
Þetta er Eldþoku Sashi, hann heimsótti okkur nýlega og þessi mynd var tekin þá, hann er rúmlega 4ra mánaða á þessari mynd
Við hittumst vikulega með hundana og leyfum þeim að hlaupa saman,þessi mynd var tekin síðustu helgi á slíkum hittingi.

 

Innflutti strákurinn okkar Courtborne Rajesh er komin heim hann er eldhress og nýtur þess að fá að hlaupa og leika sér með öðrum hundum.

Það styttist heldur betur í að nýi fjölskyldumeðlimurinn komi heim úr einangrun, við erum full tilhlökkunar ;)
Dunder, Vanda, Penny, Reykur  og Kira tóku öll þátt í að fara í Garðehima og kynna tegunda okkar. Hér á myndinni má sjá unga stúlka koma og heilsa upp á hundana okkar, við þökkum henni fyrir komuna
Í gær fengu hvolparnir úr síðasta goti sem eru núna 3ja mánaða að koma á sinn fyrsta whippe-thitting, systkinunum þótti nú ekki leiðinlegt að hittast.
Þá er Rajesh kominn í einangrunarstöðina í Höfnum og allt gengur vel
Nýi hundastrákurinn okkar er að undirbúa sig fyrir brottför frá Noregi, við ætlum að fljúga heim með hann í næstu viku. Hann er ótrúlega fallegur og skemmtilegur.
Dunder átti tveggja ára afmæli í dag 16. febrúar , hér á myndinni má sjá hundana bíða eftir að sænskar kjötbollur verði bornar fram ;)
 
Við erum mjög ánægð að segja frá því að nýji rakkinn okkar Courtborne Rajesh fór á sýna fyrstu sýningu í Noregi um helgina honum gekk mjög vel BIR BIG, þökkum Kristínu Hoff fyrir að fara með hann fyrir okkar.

Hvolparnir okkar eru að fara flytja að heiman þeir fyrstu fara um helgina. 

Hvolparnir verða átta vikna í lok vikunnar og verða því fljótlega tilbúnir að flytja að heiman. Við eigum 2 yndislega hundastráka eftir sem bíða eftir að finna réttu heimilin. Áhugasamir geta haft samband með því að hringja í Selmu í s. 8474877 eða með því að senda póst á selmaolsen@gmail.com. Hér fyrir neðan eru myndir af strákunum, þeir heira Arcus og Ira
Við vorum að setja inn nýjar  myndir af hvolpunum sem eru sex vikna núna. VIð erum ótrúlega ánægð með þetta got, þetta eru svo jafnir og fínir hvolpar allt saman. Eins og staðan er í dag er einn rakki  til sölu
Vefmyndavélin er komin í lag núna, takk Leifur fyrir alla hjálpina.
Því miður virkar vefmyndavélin ekki í augnablikinu
Ennþá er möguleiki  að fá rakka úr þessu goti.  Áhugasamir geta haft samband með því að senda póst á selmaolsen@gmail.com
Við setjum reglulega myndir á Facebook síðuna okkar af hvolpunum og ykkur er velkomið að gefa okkur like á síðuna þar :) https://www.facebook.com/#!/Whippetmjohundar
Við vorum að taka myndir af hvolpunum en þeir eru fimm vikna eftir nokra klukkutíma. Myndirnar eru í myndagalleríinu á forsíðunni. Gerið svo vel
Hvolparnir verða 4ra vikna seinna í  kvöld  við settum inn nokkrar nýjar myndir í  myndagalleríið á forsíðunni. Það gengur mjög vel með þá alla
Við fengum þessa fínu mynd senda frá VIS

Hvolparnir eru orðnir 3ja vikna og dafna vel þeir fengu sína fyrstu máltíð um helgina og líkaði vel
Núna hafa hvolparnir fengið nöfn:
Rakki I: Eldþoku Arcus (The Rainbow)
Tík II: Eldþoku Kíra (TheSun)
Rakki III: Eldþoku Izar (The Star)
Rakki IV: Eldþoku Ira (The Earth)
Rakki V: Eldþoku Sashi (The World)
Tík VI: Eldþoku Luna (The Moon)
Það gengur allt mjög vel með hvolpana og mömmu þeirra, hvolparnir þenjast út og Þoka (ljósbrá) er  í góðu standi bæði likamlegu og andlegu við gætum ekki verð ánægðari með þróun mála á þessum bæ. Linda Guðjónsdóttir er eigandi Þoku (Ljósbrá) Linda var svo góð að leyfa okkur að rækta  Þoku (Ljósbrá) enda mjög spennandi að sjá hvað þessi mikla meistara tík og Dunder okkar færa okkur í íslenska stofninn. Linda ætlar að gefa hvolpunum nöfn og munum við birta þau á allra næstu dögum.

 

Hérna eru 2 myndir af nýja rakkanum okkar Courtborne Rajesh hann kemur til landsins í febrúar n.k. Hann er alveg að verða 3ja mánaða núna
Hvolpafréttir
Hvolparnir dafna mjög vel og þeir  byrjuðu nánast strax eftir að þeir komu í heiminn að hlaupa um bælið og upp á og yfir móðir sína. Þeir þyngdust allir vel á fyrsta sólarhring. Þoka (Ljósbrá) er súper mamma sem lítur ekki af börnunum sínum. 
Það fæddust sex sprækir hvolpar í nótt 1. desember , 4 rakkar og 2 tíkur. Öllum heilsast mjög vel
 
Það styttist heldur betur í hvolpana hjá okkur Ljósbrá (Þoka) er komin átta vikur á leið núna. Henni líður vel og er hress.

 

Rakkinn okkar hann Springeldens Dolce Ranocchio (Dunder) tók þátt í Alþjóðlegri hundasýningu HRFI um helgina. Hann varð besti rakki tegundar með CC-Cacib-BOS

 

Litli  Raj hvílir sig í Noregi, okkur hlakkar orðið mikið til að fá hann til Íslands.Anniken  Ranheim sendi okkur þessa mynd, þökkum við henni kærlega fyrir. 
 
Þetta er Courtborne Rajsh hann ætlar að flytja til okkar í febrúar á næsta ári. Rajsh kemur frá Noregi. Við erum þakklát Kristínu Hoff og samstarfsfólki fyrir samstarfið og traustið

Hér fyrir neðan má sjá myndir af Þoku rauðu, hún er komin rúmar 5 vikur á leið núna

 

 

 

 

Núna er komið að því að velja á milli rakkana hennar Kristínar Hoff hjá Courtborne ræktuninni í Noregi, hvor strákurinn flytur til Íslands verður áveðið á allra næstu dögum.

 

Við eigum von á hvolpum í lok mánaðarins
C.I.B. ISCh Álfadísar Drauma Ljósbrá og Springeldens Dolce Ranocchio

Síðustu helgi var haldið beituhlaup á vegum Mjóhundadeildar, þangað mættu tveir hvolpar úr Stóra-gotinu, þessir hvolpar eru ný orðnir eins árs og tóku þeir sín fyrstu license hlaup með glans. Þetta voru Eldþoku Klettur og Eldþoku Strönd(Penny Lane)
Ég var að búa til nýja möppu hérna á forsíðunni sem heitir "Greinar um hunda"  Þar er að finna eina nýja grein um fóðrun hunda og nokkrar eldri greinar.
Drífa Örvarsdóttir sem á hann Tímon sendi okkur nokkrar myndir frá 1 árs afmæli hvolpana,  þær eru hérna fyrir neðan.
Hvolparnir okkar  úr Stóra-gotinu urðu eins árs í gær 11. október af því tilefni hittust við með systkinin og foreldrana þau fengu að hlaupa saman síðan voru veitingar bornar fyrir hundana. Þegar það var búið fórum við ásamt eigendum hvolpana og borðum  saman kjúklingasúpu og köku. Þetta var ótrúlega skemmtilegt fyrir okkar hitta hópinn eins og alltaf en þarna voru óvenju margir samankomnir í einu. Við þökkum frábærum eigendum hundana fyrir að eyða þessum tímum með okkur. Við þökkum fyrir frábærar gjafir sem voru alveg útúr öllu korti, blóm og blóm, konfekt, whippet tebolli, whippet geymslubox, lottómiði, lyklakippa með mynd af hvolpunum og foreldrunum !! Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá deginum en þær urðu ekki eins margar og til stóð.

Við eigum vonandi von á hvolpum í byrjun desember n.k.
 
Snemma í morgun 20. september 2013 fæddust hvolpar hjá Courtborne ræktuninni  í Noregi, 2 rakkar og 2 tíkur.
Foreldrar: No Se Dk Nord Ch Courtborne Rock-A-Hula Baby and Skyborne Crossing The Atlantic cc winner swe & nor. Stefnan er að taka rakka úr þessu goti en loka ákvörðun um það verður tekin eftir 6 vikur.

 

Þetta er ný heimasíða sem er bæði á ísl og ensku, ennþá er verið að laga og breyta.